Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Manneskja horfir á hafið
          Viskumolar

          Ég missti vinn­una

          Höfundur

          Bjarni Kristjánsson

          Bjarni Kristjánsson

          þjónusta og ráðgjöf

          Við starfsmissi er gott að vera í sambandi við stéttarfélagið sitt til að skoða vel uppsagnarbréfið og/eða starfslokasamninginn fyrir undirritun og íhuga næstu skref.

          Ef uppsögnin stafar af skipulagsbreytingum skiptir miklu máli að kalla alltaf eftir rökstuðningi vegna niðurlagningu starfsins.

          Gott er að fara yfir uppsagnarfrestinn og það sem er útistandandandi, eins og orlof og ógreidda yfirvinnu.

          Fólk sem fær greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélagsins síns. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur þarf að merkja sérstaklega við reit þess efnis á eyðublaði og Vinnumálastofnun sér um að koma greiðslunni til stéttarfélagsins.

          Með því að óska eftir áframhaldandi stéttarfélagsaðild viðheldur þú mikilvægum réttindum, svo sem að fá þjónustu og ráðgjöf frá félaginu þínu og greiðslur úr sjóðum.