
Ég er í sumarfríi
Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir
Í hröðum heimi er mikilvægt að loka tölvunni og njóta þess að fara í frí. Þegar þú ert í orlofi er fátt betra en að aftengjast, hvílast, njóta með fjölskyldunni, ferðast eða gera það sem hentar þér best til að hlaða batteríin.
Til að viðhalda starfsorkunni er nauðsynlegt að taka gott sumarfrí til að hlaða batteríin. Settu sjálfvirka svörun á vinnutölvupóstinn og vísaðu erindum til samstarfsfólks sem ekki er í sumarfríi. Njóttu þess að aftengjast, hvílast, vera með fjölskyldunni, ferðast eða gera annað sem þér finnst skemmtilegt.
Öllu launafólki er tryggður réttur til orlofs, bæði með lögum og í kjarasamningum. Orlofsréttur snýst annars vegar um rétt til að taka sér leyfi frá störfum og hins vegar rétt til launagreiðslna á meðan orlofinu stendur. Starfsfólk á mánaðarlaunum heldur launum sínum í orlofi.
Þú vinnur þér inn orlof á svokölluðu orlofsári, sem er ekki hefðbundið almanaksár, heldur tímabilið frá 1. maí – 30. apríl. Á þessu tímabili vinnur þú þér inn rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.
Félagsfólk í Visku hefur aðgang að Orlofssjóði BHM sem leigir félögum sínum orlofshús og íbúðir og selur auk þess gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikort og ferðaávísanir.
Starfsvettvangur
Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar.
Orlofsréttur ríkisstarfsfólks er 30 dagar miðað við fullt starf (frá 1.11.2024: 216 stundir miðað við 36 virkar vinnustundir á viku). Þú vinnur þér inn orlof hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Sumarorlof miðast við tímabilið 1. maí til 15. september og þú átt rétt á að fá 15 daga samfellda á því tímabili. Greitt er 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.
Ef þú tekur orlof utan sumarorlofstímabils að beiðni yfirmanns þá lengist sá hluti orlofsins um 25%.
Ef þú veikist eða slasast í orlofi er mikilvægt að tilkynna yfirmanni það strax því veikindadagarnir teljast ekki til orlofs. Í þannig tilvikum má flytja ótekið orlof til næsta árs.
Ef þú ert í fæðingarorlofi nýtur þú réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar.
Þú vinnur þér inn orlofsrétt í veikindaleyfi alveg eins og þú værir að störfum.
Orlofsréttur starfsfólks Reykjavíkurborgar er 30 vinnudagar (eða 216 stundir) miðað við fullt starf. Þú vinnur þér inn orlof miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Sumarorlof miðast við tímabilið 15. maí til 30. september og á starfsfólk rétt á að fá 15 daga samfellda á því tímabili. Greitt er 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.
Ef þú tekur orlof utan sumarorlofstímabils að beiðni yfirmanns þá lengist sá hluti orlofsins um 25%.
Ef þú ert í vaktavinnu áttu að fá óyggjandi upplýsingar um hvenær þú átt að mæta á vakt að loknu orlofi.
Ef þú veikist eða slasast í orlofi er mikilvægt að tilkynna yfirmanni það strax því veikindadagarnir teljast ekki til orlofs. Í þannig tilvikum má flytja ótekið orlof til næsta árs.
Ef þú ert í fæðingarorlofi nýtur þú réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar.
Þú vinnur þér inn orlofsrétt í veikindaleyfi alveg eins og þú værir að störfum.
Orlofsréttur starfsfólks sveitarfélaga er 30 vinnudagar (eða 216 stundir) miðað við fullt starf. Þú vinnur þér inn orlof miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Sumarorlof miðast við tímabilið 15. maí til 30. september og þú átt rétt á að fá allt orlofið þitt á sumarorlofstímabilinu. Greitt er 13,04% orlofsfé á yfirvinnu og álagsgreiðslur.
Ef þú tekur orlof utan sumarorlofstímabils að beiðni yfirmanns þá lengist sá hluti orlofsins um 25%.
Ef þú ert í vaktavinnu áttu að fá óyggjandi upplýsingar um hvenær þú átt að mæta á vakt að loknu orlofi.
Ef þú veikist eða slasast í orlofi er mikilvægt að tilkynna yfirmanni það strax því veikindadagarnir teljast ekki til orlofs. Í þannig tilvikum má flytja ótekið orlof til næsta árs.
Ef þú ert í fæðingarorlofi nýtur þú réttinda til greiðslu sumarorlofs, persónu- og orlofsuppbótar.
Þú vinnur þér inn orlofsrétt í veikindaleyfi alveg eins og þú værir að störfum.
Ég vinn á almennum markaði
Lágmarksorlof er 24 virkir dagar miðað við fullt ársstarf og nema þá orlofslaun 10,17%. Þú vinnur þér inn orlof miðað við tímabilið 1. maí til 30. apríl.
Ef þú tekur laun skv. kjarasamningi Visku við Samtök atvinnulífsins gildir eftirfarandi:
- Ef þú hefur unnið í 5 ár í sömu starfsgrein áttu rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.
- Ef þú hefur unnið í 5 ár hjá sama atvinnurekanda áttu rétt á 27 virkum dögum og 11,59% orlofslaunum.
- Ef þú hefur unnið í 10 ár hjá sama atvinnurekanda áttu rétt á 30 virkum dögum og 13,04% orlofslaunum.
- Þú átt rétt á orlofi í að minnsta kosti fjórar vikur (20 virka daga), á tímabilinu 2. maí til 15. september.
Ef þú samkvæmt ósk atvinnurekanda færð ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu og þarft að taka orlof utan tímabilsins áttu rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.
Ef þú veikist í orlofi það alvarlega að þú getir ekki notið orlofsins þarftu á fyrsta degi að tilkynna það til vinnuveitanda þíns. Ef veikindin standa lengur en í þrjá daga og þú tilkynnir vinnuveitanda hvaða læknir muni annast þig og gefa út læknisvottorð áttu rétt á uppbótarorlofi í jafnlangan tíma og veikindin vöruðu.
Ef þú ert í fæðingarorlofi safnar þú rétti til sumarorlofs en ekki til orlofslauna.
Kjarasamningur Visku við Samtök atvinnulífsins
- Ef þú tekur laun skv. kjarasamningi Visku við Félag atvinnurekenda gildir eftirfarandi:
- Ef þú hefur starfað í 6 mánuði í sama fyrirtæki og hefur náð 22 ára aldri eða lokið framhaldsskólaprófi áttu rétt á orlofi í 25 daga og skulu orlofslaunin þá vera 10,64%.
- Ef þú hefur verið í sömu starfsgrein í 5 ár áttu rétt á 25 daga orlofi og 10,64% orlofslaunum.
- Ef þú hefur starfað í 5 ár í sama fyrirtæki eða 10 ár í sömu starfsgrein áttu rétt á 27 daga orlofi og 11,59% orlofslaunum.
- Ef þú hefur starfað í 7 ár í sama fyrirtæki áttu rétt á 30 daga orlofi og 13,04% orlofslaunum.
Þú átt rétt á orlofi í að minnsta kosti fjórar vikur (20 virka daga), á tímabilinu 2. maí til 15. september.
Ef þú samkvæmt ósk atvinnurekanda færð ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu og þarft að taka orlof utan tímabilsins áttu rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.
Ef þú veikist í orlofi það alvarlega að þú getir ekki notið orlofsins þarftu á fyrsta degi að tilkynna það til vinnuveitanda þíns. Ef veikindin standa lengur en í þrjá daga og þú tilkynnir vinnuveitanda hvaða læknir muni annast þig og gefa út læknisvottorð áttu rétt á uppbótarorlofi í jafnlangan tíma og veikindin vöruðu.
Ef þú ert í fæðingarorlofi safnar þú rétti til sumarorlofs en ekki til orlofslauna.
Ítarefni
Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.