Beint í efni
Ung kona og ungur maður sitja við á um sumar
Viskumolar

Ég er í sum­ar­fríi

Höfundur

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

Katrín Björg Ríkarðsdóttir

kjara- og réttindamál

Í hröðum heimi er mikilvægt að loka tölvunni og njóta þess að fara í frí. Þegar þú ert í orlofi er fátt betra en að aftengjast, hvílast, njóta með fjölskyldunni, ferðast eða gera það sem hentar þér best til að hlaða batteríin.

Til að viðhalda starfsorkunni er nauðsynlegt að taka gott sumarfrí til að hlaða batteríin. Settu sjálfvirka svörun á vinnutölvupóstinn og vísaðu erindum til samstarfsfólks sem ekki er í sumarfríi. Njóttu þess að aftengjast, hvílast, vera með fjölskyldunni, ferðast eða gera annað sem þér finnst skemmtilegt.

Öllu launafólki er tryggður réttur til orlofs, bæði með lögum og í kjarasamningum. Orlofsréttur snýst annars vegar um rétt til að taka sér leyfi frá störfum og hins vegar rétt til launagreiðslna á meðan orlofinu stendur. Starfsfólk á mánaðarlaunum heldur launum sínum í orlofi.

Þú vinnur þér inn orlof á svokölluðu orlofsári, sem er ekki hefðbundið almanaksár, heldur tímabilið frá 1. maí – 30. apríl. Á þessu tímabili vinnur þú þér inn rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.

Félagsfólk í Visku hefur aðgang að Orlofssjóði BHM sem leigir félögum sínum orlofshús og íbúðir og selur auk þess gjafabréf í flug, útilegu- og veiðikort og ferðaávísanir.

Starfsvettvangur

Það getur skipt máli hvar á vinnumarkaði þú starfar.

Ítarefni

Hér að finna alskonar ítarefni sem getur komið að góðum notum.