Beint í efni
Ung kona og ungur maður sitja við á um sumar
Viskumolar

Ég er í sum­ar­fríi

Höfundur

Bjarni Kristjánsson

Bjarni Kristjánsson

þjónusta og ráðgjöf

Í hröðum heimi er mikilvægt að loka tölvunni og njóta þess að fara í frí. Þegar þú ert í orlofi er fátt betra en að aftengjast, hvílast, njóta með fjölskyldunni, ferðast eða gera það sem hentar þér best til að hlaða batteríin.

Allt launafólk á rétt á að því að fara í frí. Orlofsréttur fólks er bæði tryggður með sérstökum lögum og kjarasamningum. Starfsfólk á mánaðarlaunum heldur launum sínum í orlofi.

Orlofsréttur snýst annars vegar um rétt til að taka sér leyfi frá störfum og hins vegar rétt til launagreiðslna á meðan orlofinu stendur.

Þú vinnur þér inn orlof á svokölluðu orlofsári, sem er ekki hefðbundið almanaksár, heldur tímabilið frá 1. maí – 30. apríl. Á þessu tímabili vinnur þú þér inn rétt til orlofs og orlofslauna á næsta orlofsári.