Ég er að ljúka störfum
Höfundur
Bjarni Kristjánsson
Þegar líða fer á starfsævina hafa flest leitt hugann að því hvernig best er að haga eftirlaunaárunum. Fyrir sum eru þessi tímamót langþráð en hjá öðrum eru blendnari tilfinningar og skrefin jafnvel erfið.
Öll viljum við geta notið elliáranna og því er gott að vera vel undirbúin.
Það er mismunandi hvenær fólk ákveður að hætta að vinna. Það getur farið eftir ýmsu eins og til dæmis:
1. Hvar viðkomandi starfar
2. Hvernig heilsan er
3. Hvort hægt sé að byrja á að minnka við sig vinnu
4. Aldursmunur hjóna
Íslenskt lífeyriskerfi er byggt upp af þremur meginstoðum:
- Almannatryggingar / Tryggingastofnun ríkisins
- Lífeyrissjóðir
- Einstaklingsbundinn lífeyrissparnaður
Hjá Visku er hægt að panta lífeyrisráðgjöf fyrir einstaklinga eða hjón þar sem sett er upp starfslokaplan.
Ríkisstarfsmenn greiða í LSR lífeyrissjóð
- LSR lífeyrissjóður byggir að mestu leyti á samtryggingu. Samtrygging eru réttindi sem safnast upp til starfsloka og greiðast þá mánaðarlega út ævina.
- Samtrygging erfist ekki, en greiddur er út makalífeyrir við andlát.
- Hægt er að greiða allan skyldulífeyri í samtryggingu eða 15,5% af launum eða greiða 12% í samtryggingu og 3,5% í tilgreinda séreign.
Er tilgreind séreign fyrir mig?
Það eru kostir og gallar við tilgreinda séreign og því er nauðsynlegt að skoða málið vel. Tilgreind séreign safnast upp og er „þín eign“. Hún erfist við andlát og getur breytt tryggingaþörf félagsfólks þegar sparnaðurinn byggist upp (líf- og sjúkdómatryggingar). Gallinn við tilgreinda séreign er að hún minnkar örorkugreiðslur frá LSR við óvinnufærni.
Viska aðstoðar félagsfólk sem vill huga að starfslokum. Við hjálpum til við að setja upp starfslokaplan og bendum á mismunandi leiðir sem hægt er að fara við úttekt lífeyrissparnaðar.
- Starfsfólk sveitarfélaga greiðir í BRÚ lífeyrissjóð.
- BRÚ lífeyrissjóður byggir að mestu leiti á samtryggingu. Samtrygging eru réttindi sem safnast upp til starfsloka og greiðast þá mánaðarlega út ævina.
- Samtrygging erfist ekki, en greiddur er út makalífeyrir við andlát.
- Hægt er að greiða allan skyldulífeyri í samtryggingu eða 15,5% af launum eða greiða 12% í samtryggingu og 3,5% í tilgreinda séreign.
Er tilgreind séreign fyrir mig?
Það eru kostir og gallar við tilgreinda séreign og því er nauðsynlegt að skoða málið vel. Tilgreind séreign safnast upp og er „þín eign“. Hún erfist við andlát og getur breytt tryggingaþörf félagsfólks þegar sparnaðurinn byggist upp (líf- og sjúkdómatryggingar). Gallinn við tilgreinda séreign er að hún minnkar örorkugreiðslur frá LSR við óvinnufærni.
Viska aðstoðar félagsfólk sem vill huga að starfslokum. Við hjálpum til við að setja upp starfslokaplan og bendum á mismunandi leiðir sem hægt er að fara við úttekt lífeyrissparnaðar.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði getur valið sér lífeyrissjóð.
Lífeyrissjóðir geta verið mjög misjafnlega samsettir. Þeir skiptast upp í þessa þætti:
- Samtrygging – greiðir ellilífeyri frá starfslokum út ævina
- Bundin séreign – séreign sem er bundin útgreiðslureglum
- Frjáls séreign – séreign sem hægt er að taka út í einu lagi eða með jöfnum greiðslum eftir 60 ára aldur
- Tilgreind séreign – séreign sem hægt er að taka út í einu lagi við 67 ára aldur eða með mánaðarlegum greiðslum frá 62 ára aldri eða seinna til 67 ára aldurs.
Samtrygging erfist ekki við andlát en öll séreign erfist til nánustu ættingja.
Er séreign fyrir mig?
Það eru kostir og gallar við séreign og því nauðsynlegt að skoða málið vel. Séreign safnast upp og er „þín eign“. Hún erfist við andlát og getur breytt tryggingaþörf félagsfólks þegar sparnaðurinn byggist upp (líf- og sjúkdómatryggingar). Gallinn við séreign er að hún minnkar örorkugreiðslur frá lífeyrissjóði við óvinnufærni.
Viska aðstoðar félagsfólk sem vill huga að starfslokum. Við hjálpum til við að setja upp starfslokaplan og bendum á mismunandi leiðir sem hægt er að fara við úttekt lífeyrissparnaðar.