Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Fólk að tala saman á bryggju og benda
          Viskumolar

          Ég er að ljúka störf­um

          Höfundur

          Bjarni Kristjánsson

          Bjarni Kristjánsson

          þjónusta og ráðgjöf

          Þegar líða fer á starfsævina hafa flest leitt hugann að því hvernig best er að haga eftirlaunaárunum. Fyrir sum eru þessi tímamót langþráð en hjá öðrum eru blendnari tilfinningar og skrefin jafnvel erfið.

          Öll viljum við geta notið elliáranna og því er gott að vera vel undirbúin. Hjá Visku færðu persónulega og óháða lífeyrisráðgjöf. Ráðgjöfin er veitt af sérfræðingi Visku sem hefur eingöngu þína hagsmuni að leiðarljósi.

          Það er mismunandi hvenær fólk ákveður að hætta að vinna. Það getur farið eftir ýmsu eins og til dæmis:

          1.        Hvar viðkomandi starfar

          2.        Hvernig heilsan er

          3.        Hvort hægt sé að byrja á að minnka við sig vinnu

          4.        Aldursmunur hjóna

          Íslenskt lífeyriskerfi er byggt upp af þremur meginstoðum:

          • Almannatryggingar / Tryggingastofnun ríkisins
          • Lífeyrissjóðir
          • Einstaklingsbundinn lífeyrissparnaður

          Hjá Visku er hægt að panta lífeyrisráðgjöf fyrir einstaklinga eða hjón þar sem sett er upp starfslokaplan.