Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Launagreiðendur

        Launagreiðendur

          Ung kona í gróðurhúsi í tölvu
          Viskumolar

          Ég er að fara í launa­við­tal

          Höfundur

          Bjarni Kristjánsson

          Bjarni Kristjánsson

          þjónusta og ráðgjöf

          Starfsfólk hefur samningsbundinn rétt á launaviðtali einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali er yfirmanni skylt að veita það innan tveggja mánaða og á niðurstaða viðtalsins að liggja fyrir innan mánaðar.

          Það eru ýmsar breytur sem ákvarða fyrir um laun á íslenskum vinnumarkaði. Í gegnum launaráðgjöf Visku þá greina sérfræðingar Visku þína launasetningu út frá gögnum og aðstoða þig við að undirbúa þig fyrir launaviðtalið. Pantaðu tíma í launaráðgjöf.

          Launaviðtalið snýst um fleira en laun:

          • Breytingar á vinnutíma eða vinnufyrirkomulag
          • Fleiri orlofsdagar
          • Aðstaða og vinnutengdur búnaður
          • Greiðslur fyrir símanotkun og nettengingu

          Mikilvægt er að undirbúa sig vel og líta á launaviðtalið sem samningaviðræður til að ná samningi sem skilar sem bestri niðurstöðu fyrir báða aðila.

          Viska getur aðstoðað þig við að gera raunhæfar kröfur sem byggjast á menntun þinn og starfsreynslu.