Beint í efni
Ávinningur aðildar

Ávinningur aðildar

    Kjör og réttindi

    Kjör og réttindi

      Hagsmunagæsla

      Hagsmunagæsla

        Ávinningur aðildar

        Starfs­fer­ils­ráð­gjöf

        Starfsferilsráðgjöf er mikilvæg leið fyrir þá sem vilja efla sig í starfi, auka starfsöryggi sitt eða kanna ný tækifæri á vinnumarkaði. Með starfsferilsráðgjöf getur fólk bætt stöðu sína á vinnumarkaði, aukið starfsöryggi sitt og starfsánægju.

        Félagsfólk í Visku getur bókað tíma í ráðgjöf.

        Skráðu þig í Visku.

        Í síbreytilegu atvinnuumhverfi getur verið dýrmætt að fá faglega aðstoð við að skilja eigin styrkleika, markmið og möguleika.

        Sérfræðingar Visku bjóða upp á persónulega ráðgjöf sem getur hjálpað þér að:

        • Setja saman ferilskrá og kynningarbréf sem vekja athygli
        • Greina hæfni þína og kortleggja styrkleika
        • Skoða valkosti í námi, endurmenntun eða starfsþróun
        • Velja störf sem henta þínum áhugasviðum og framtíðarmarkmiðum

        Með markvissri ráðgjöf færðu betri yfirsýn yfir næstu skref í starfsferlinum, aukna trú á eigin getu og sterkari stöðu á vinnumarkaði.