Beint í efni
1. maí 2024
Fréttir

Skýr skila­boð Visku vöktu at­hygli á 1. maí

Höfundur

Gauti Skúlason

Gauti Skúlason

samskipti og markaðsmál

Félagsfólk í Visku var mætt til leiks í kröfugöngu og hátíðarhöld á baráttudegi launafólks 1. maí. Skilaboð Visku voru skýr, ávinningur háskólanáms er of lítill, greiðslubyrði námslána of íþyngjandi og ekki verður búið við kaupmáttarbruna háskólafólks til lengdar.

Viska tók þátt í baráttudegi launafólks 1. maí síðastliðinn. Viska tók til starfa um áramótin og því var þetta í fyrsta sinn sem félagið tekur þátt í kröfugöngunni á þessum merka degi. Skilaboð Visku vöktu mikla athygli eins og sjá mátti í viðtali við formann og framkvæmdastjóra félagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Helstu skilaboð Visku á 1. maí voru:

·      Minnsti ávinningur af háskólamenntun í Evrópu er á Íslandi og hann er helmingi minni en á öðrum Norðurlöndum

·      Námslán eru íþyngjandi afborganir út lífið

·      Ungt fólk með meistaragráðu hefur enga kaupmáttaraukningu fengið á þessari öld

·      Metum þekkingu að verðleikum

Eins og sjá má á myndunum fóru skilaboð Visku ekki framhjá neinum. Fleiri myndir frá 1. maí má síðan sjá á Fésbókarsíðu Visku.

1. maí 2024
1. maí 2024
1. maí 2024
1. maí 2024
1. maí 2024
1. maí 2024